AM forlag
Mani-cover-website.jpg

Máni

Mani-cover-website.jpg
 
 

  • Harðspjalda

  • 14 × 18 sm

  • 40 blaðsíður

  • 2.200 krónur


Langar þig í eintak? Frábært, við erum sannfærð um að þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Hér geturðu sent okkur pöntun.

Skoðaðu einnig þriggja bóka knippið okkar með verkum eftir Tomi Ungerer.


Falleg og ljóðræn frásögn með djúpstæðum og tímalausum boðskap

 
 

„Á stjörnubjörtum nóttum má sjá Mána samanhnipraðan í glitrandi sessi sínum úti í geimnum.“

 
 
 

Máni er falleg og tímalaus barnabók, löngu orðin sígild – en kemur nú í fyrsta skipti út á íslensku. Bókin segir frá Mána sem situr „í glitrandi sessi sínum úti í geimnum“ en grípur einn daginn í logandi hala á stjörnu sem þýtur hjá tunglinu og lendir á jörðinni til að kynnast lífinu þar.

Máni hefur löngum fylgst úr fjarlægð með mannfólkinu, sem dansar og syngur og skemmtir sér, og þráð að taka þátt í gleðinni. En á jörðinni rennur upp fyrir honum að kannski á hann enga samleið með mönnunum…

Máni er falleg, fyndin og ljúfsár saga, skreytt dásamlegum teikningum höfundarins, Tomi Ungerer (1931–2019). Eins og öll meistaraverk handa börnum höfðar hún ekki síður til fullorðinna og er ein þeirra bóka sem lesa má aftur og aftur.

Í öllum verkum Tomi Ungerer myndar djúpur mannskilningur höfundarins kjarnann í sögunni. Í Mána varpar Ungerer ljósi á það hvernig tortryggni okkar mannanna gagnvart því sem er okkur framandi leiðir oft til þess að við hrekjum frá okkur fegurðina – rétt eins og gildir tunglið sjálft þurfum við að snúa okkur í átt að ljósinu til að yfirstíga myrkrið og vanþekkinguna.

Tomi Ungerer er einn af ástsælustu og þekktustu barnabókahöfundum heimsins. Hann starfaði sem myndskreytir, rithöfundur og hönnuður og sendi frá sér hátt í hundrað og fimmtíu bækur yfir ævina. Hann hlaut Hans Christian Andersen-verðlaunin fyrir myndskreytingar sínar, auk fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga. Í Strassburg er sérstakt safn helgað ævistarfi hans.

Það er óhætt að fullyrða að sá sem einu sinni opnar bók eftir Tomi Ungerer stofnar til vináttu sem endist út ævina.