AM forlag
Raeningjarnir-cover-website.jpg

Ræningjarnir þrír

Raeningjarnir-cover-website.jpg
 
 

  • Harðspjalda

  • 14 × 18 sm

  • 40 blaðsíður

  • 2.200 krónur


Langar þig í eintak? Frábært, við erum sannfærð um að þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Hér geturðu sent okkur pöntun.

Skoðaðu einnig þriggja bóka knippið okkar með verkum eftir Tomi Ungerer.


Sígilt meistaraverk barnabókmennta 20. aldar, nú loksins fáanlegt á íslensku

 
 

„Illskan er oft frjór jarðvegur fyrir gæskuna, og eins getur hið góða lært eitt og annað af kænsku illskunnar.“ – Tomi Ungerer

 
 
 

Ræningjarnir þrír hafa verið þýddir á hátt í annan tug tungumála og selst í milljónum eintaka á þeim 45 árum sem liðin eru frá fyrstu útgáfu þeirra. Bókin er sígilt meistaraverk og löngu orðið tímabært að það líti dagsins ljós á íslensku, enda um að ræða einhverja minnisstæðustu, skemmtilegustu og fallegustu myndskreyttu barnabók allra tíma: sögu sem sýnir á óvæntan hátt hvernig hið góða getur snúið hinu illa á sitt band.

Ræningjarnir þrír eru í senn ógnvekjandi og heillandi saga og kemur lesendum ítrekað á óvart. Bókin rekur sögu þriggja grimmra, svartklæddra ræningja sem fara ránshendi um sveitir landsins, vopnaðir lúðurbyssu, piparblásara og stórri, rauðri öxi. Nótt eina hitta þeir fyrir unga stúlku sem nefnist Torfhildur og er á leið heim til illa innrættrar frænku sinnar, þar sem hún á framvegis að búa. Það gleður Torfhildi að hitta ræningjana og þeir fara með hana í hellinn sinn, þar sem þeir geyma gull og gimsteina. Torfhildur spyr hvað þeir hyggist gera við hin miklu auðævi sín, en ræningjunum hefur aldrei fyrr hugkvæmst að gera eitt eða neitt við peningana sína. Brátt hafa þeir breytt algjörlega um lífsstefnu: þeir leita uppi óhamingjusöm og yfirgefin börn og byggja handa þeim stóran kastala þar sem þau mega búa við öryggi og góðan kost.

Torfhildur er sterk og snjöll ung stúlka – hún óttast ekki ræningjana heldur fær þá til að bæta ráð sitt og snýr þeim af braut illskunnar yfir á veg gæskunnar. Undir lok sögunnar eru ræningjarnir teknir að nota illa fengin auðævi sín til að rækta upp kærleiksríkari og betri heim handa öllum þeim óhamingjusömu og munaðarlausu börn sem gerð hafa verið hornreka í tómlátu og grimmu samfélagi. Um það leyti sem bókin kom út fangaði Tomi Ungerer sjálfur boðskap hennar með svofelldum orðum: „Það er sama hvernig þú aflar auðæva þinna – það er aldrei of seint að nýta þau til góðs.“ Þessi ögrandi fullyrðing er mjög í anda þessa leikglaða og óvenjulega höfundar, sem fór sínar eigin leiðir en tókst um leið að vera alltaf skemmtilegur, hlýr og gefandi.

Tomi Ungerer (1931–2019) hefur verið lýst sem „hinum eina, sanna arftaka Grimmsbræðra og Hans Christian Andersen“ (The New York Times Book Review).

Sá sem einu sinni opnar bók eftir Tomi Ungerer, stofnar til vináttu sem endist út ævina.